146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

306. mál
[15:22]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Frú forseti. Ég byrja á því að þakka hv. flutningsmanni fyrir ræðu hans og andsvör hér og athugasemd hv. þm. Kolbeins Óttarssonar Proppés sömuleiðis.

Við gátum búið þannig um hnútana í nefndinni að breytingin var gerð sem þarna er komin fram og það var kannski fyrsta skrefið í einhvers konar lúkningu þessa máls. En ég hef verið þeirrar skoðunar að því verði ekki lokið nema með einhvers konar aukaframlagi ríkisins til þessara sveitarfélaga. Það má meira að segja vera þannig að það dugi ekki til. Þess vegna má vel vera að dómstólar geti skorið úr um allt þetta ferli máls og hvað er nú réttast í því. Þess vegna höfum við sameinast um þetta nefndarálit og breytingartillögur í hv. umhverfis- og samgöngunefnd, líka með fulltrúa Framsóknarflokksins þar á síðustu fundum.

Nú sjáum við hvernig þessu máli vindur fram í dag og á morgun. En ég stend alla vega við það sem hér hefur komið fram og kemur fram í nefndaráliti frá hv. umhverfis- og samgöngunefnd.