146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar.

378. mál
[17:02]
Horfa

Frsm. velfn. (Nichole Leigh Mosty) (Bf) (andsvar):

Ég vil þakka hv. þm. Gunnari Braga Sveinssyni fyrir góða spurningu. Það er rétt hjá þingmanninum, við vorum að ræða um Háholt. Okkur er ljóst að það er gat þar sem við þurfum að vera mjög vakandi yfir. Við höfum sent inn beiðni um upplýsingar bæði til Barnaverndarstofu og ráðuneytisins. Við munum fylgja því eftir. Við skiljum hversu áríðandi það er og mikilvægt að við tökum þessa ábyrgð á herðar okkar þar sem greinilega er einhver ágreiningur um hvað verði gert. Við viljum ekki hafa börn eða fólk almennt titrandi yfir því sem gerist. Það er næsta verkefni sem bíður afgreiðslu hjá okkur sem og eftirfylgni.