146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

vextir og verðtrygging o.fl.

216. mál
[21:29]
Horfa

Theodóra S. Þorsteinsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki betur en að hér séu fyrirtæki sem taka erlend lán, að hér séu fyrirtæki í landinu sem gera jafnvel upp í erlendri mynt, fjölmörg fyrirtæki. Mér finnst það skipta máli í umræðunni þegar fjallað er um hvort verið sé að leyfa elítu að taka slík lán og að þau séu óvarin. Ég ber fullt traust til þess hóps sem mun taka mögulega gengistryggð lán, til þess að meta þá áhættu sem hann mun taka. Ég verð bara að vera alveg heiðarleg varðandi það.