146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

vextir og verðtrygging o.fl.

216. mál
[21:31]
Horfa

Theodóra S. Þorsteinsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bara ítreka í þessari umræðu að ég er ekki á móti gengistryggðum lánum og ég hef ekki snúist í þeirri skoðun minni, ég er ekki ötul baráttumanneskja gegn gengistryggðum lánum, það hef ég aldrei verið. Ég vil bara hafa það á hreinu og svara því til að mér finnst það vera grundvallarforsenda í lánasamningum að samningar og skilmálar lána séu löglegir. (Gripið fram í.) Það er það sem er aðalatriði í þessu máli.