146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[23:59]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Nichole Leigh Mosty) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vona að við þurfum ekki að laga mikið. Málið var unnið í samráði við vinnumarkaðinn og tilfinning mín er að við munum öll saman stíga skref fram á við. Ef eitthvað þarf að laga erum við öll reiðubúin að gera það. Þrátt fyrir alla vinnuna og þá gagnrýni sem nú er komin fram held ég að þetta sé gott mál og rétt skref. Ef eitthvað þarf að laga verða hlutirnir bara betri fyrir okkur og kannski mun það leiða til næsta skrefs eins og ég ræddi um. Ég get þá kannski farið með börnin mín í skóla og þar taka karlmenn á móti þeim og ég get hringt í jafn marga kvenkyns smiði. Það leiðir okkur áfram í að finna jöfnuð í samfélaginu.