146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

styrking krónunnar og myntráð.

[11:21]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Ég átta mig auðvitað á því að myntráð sem, eins og hv. þingmaður bendir á, er einn af þeim kostum sem var kynntur í 600–700 bls. skýrslu sem Seðlabankinn skilaði árið 2012. Þá gerðu stjórnvöld, hvorki þau sem þá voru við stjórnvölinn, þeir flokkar sem þá voru, né þeir sem tóku við, ekki mikið með þessa skýrslu. Ég reikna með að einhverjir hafi lesið hana en niðurstöðurnar voru ekki ræddar. Ég er á því að ein skýringin kunni að hafa verið að t.d. myntráð þá hafi verið fráleitur kostur vegna þess að þá áttum við ekki þann gjaldeyrisforða sem þarf til að tryggja stöðugt gengi krónunnar þegar hún er bundin við annan gjaldmiðil. Nú eigum við hins vegar drjúgan gjaldeyrisforða, við höfum snarminnkað skuldir Íslands erlendis (Forseti hringir.) og þess vegna er þetta raunhæfur kostur núna.