146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

veiting ríkisborgararéttar.

609. mál
[13:41]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég vil taka undir hamingjuóskir til þeirra sem fá nú ríkisborgararétt. Um leið vil ég taka undir þau orð þingmanna sem oft hafa stigið hér í pontu og leggja til að þessu fyrirkomulagi verði breytt. Það er skringilegt að Alþingi sé að skipta sér af þessum málaflokki á þennan hátt. Ég myndi mjög gjarnan vilja sjá að hægt væri á annan veg að veita ríkisborgararétt með undanþágum eins og við gerum hér, og vísa til fjölmargra ábendinga sem komið hafa hér um það þing eftir þing. Ég vonast til þess að á næsta þingvetri verði hægt að finna nýtt verklag í þessum málaflokki. En innilega til hamingju allir sem fá ríkisborgararétt í dag.