146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

stjórn fiskveiða.

612. mál
[13:53]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er nú ekki orðin sjávarútvegsráðherra enn þá svo það er kannski hægt að bíða aðeins með að gera kröfur (Gripið fram í.) til þess, en (Gripið fram í: Það kemur.) það kemur, heyri ég að allur þingsalur segir. [Hlátur í þingsal.] En fyrst verður að leggja fram breytingartillögu til að geta samþykkt hana eða hafnað henni eða setið hjá. Við skulum sjá hvað hv. þingmaður gerir í þeim efnum.