146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

brottfall laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga og niðurlagning Eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegsbanka Íslands.

387. mál
[14:00]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er til siðs hér ef einhver er dauður að flytja um hann eftirmæli. Ég ætla að flytja örlítil eftirmæli um Eftirlaunasjóð starfsmanna Útvegsbanka Íslands. Það eru nefnilega liðin 30 ár og einn mánuður frá því að þessi sjóður fór í stjórnleysi þar sem við tók ofstopi, fúlmennska, illmennska og mismunun á sjóðfélögum og við umsjón tók rógberi einn. Ég finn til frelsistilfinningar núna og ég finn það að ég öðlast frelsi 1. janúar 2018 þegar þessi lög öðlast gildi. Takk fyrir. [Hlátur í þingsal.]