146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

landmælingar og grunnkortagerð.

389. mál
[14:05]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að þetta mál sé komið til atkvæða og hvet þingheim allan til að greiða því atkvæði sitt og samþykkja. Mig langar hins vegar að árétta það sem kemur fram í framhaldsnefndaráliti minni hluta nefndarinnar sem lagt var fram í gær þar sem við tökum aðeins á þeim hugmyndum sem upp koma í nefndaráliti meiri hlutans þar sem er sérstaklega kveðið á um að gæta verði að samkeppnissjónarmiðum þegar kemur að Landmælingum Íslands. Við teljum ekki þörf á að líta til neinna slíkra sjónarmiða sérstaklega. Við fögnum því einfaldlega að Landmælingar Íslands muni njóta þeirra breytinga sem þarna er kveðið á um og á endanum við öll.