146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar.

378. mál
[14:07]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það var góð sátt í nefndinni um þetta mál og athugasemdir nefndarmanna teknar til greina, sem er mjög gott. Mig langaði bara til að leggja áherslu á að þessi áætlun er einungis í gildi í eitt ár. Það var tekið fyrir í nefndinni að við myndum passa mjög vel upp á að vinna hefjist við næstu áætlun strax í haust og að hún myndi gilda til fjögurra ára eftir sveitarstjórnarkosningar samkvæmt barnaverndarlögum. Er mikilvægt að tekið var á því og var sátt um það í nefndinni. Þess vegna greiðum við þessu atkvæði, erum á grænu.