146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

orkuskipti.

146. mál
[14:17]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég fagna sömuleiðis þessu frumvarpi og vil minna á að það þarf að fylgja fjármagn ef menn ætla að ná árangri. En ég vil þó vekja athygli á að enn höfum við gefið allt of lítinn gaum að byggðinni okkar, að bæjunum okkar. Á Íslandi búa núna um 75% allra í byggð. 65% þjóðarinnar búa hér á höfuðborgarsvæðinu. Stærstu framfarirnar á sviði loftslagsmála, orkuskipta, verða með hagkvæmari byggð. Ég vil hvetja okkur til að taka það mál föstum tökum, byggja upp öflugar almenningssamgöngur og fjármagna borgarlínu.