146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

heildstæð stefna í málefnum einstaklinga með heilabilun.

62. mál
[14:30]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég er afar ánægð með að þessi tillaga sé komin til atkvæðagreiðslu og þingmenn taki svona vel undir hana. Þetta er eitt af forgangsmálum okkar í Samfylkingunni og undir stjórn hv. þm. Guðjóns S. Brjánssonar hefur hún náð alla leið. Ísland er eitt örfárra ríkja sem ekki hefur sérstaka stefnu í þessum málum og eina norræna ríkið. Með samþykktinni núna verður vonandi bragarbót á. Ég segi já.