146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

jafnræði í skráningu foreldratengsla.

102. mál
[14:31]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða tillögu um að afnema þá mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð. Ég vil þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd kærlega fyrir vinnu hennar að því að leiða þetta mál til lykta með jákvæðum hætti. Núna er mæðrum í samkynja hjúskap eða skráðri sambúð gert að afhenda Þjóðskrá Íslands yfirlýsingu um að barn þeirra sé getið með tilstyrk tæknifrjóvgunar ella verði sú kona ein skráð foreldri sem ól barnið. Þessi krafa er ekki gerð til gagnkynhneigðs fólks og er tillagan sett fram til að leiðrétta þessa mismunun. Nefndin gerir hér að tillögu sinni, vegna þess að ef til vill þarf lagabreytingu til, að Alþingi ákveði að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í samráði við dómsmálaráðherra að sjá til þess að markmiðum tillögunnar verði náð.