146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

uppbygging að Hrauni í Öxnadal.

193. mál
[14:32]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil fagna því að þessi þingsályktunartillaga verður vonandi samþykkt hér á eftir, nú á 172. ártíð Jónasar Hallgrímssonar og reyndar fimm dögum til viðbótar því hann dó í Kaupmannahöfn 26. maí 1845 eins og landsmenn vita væntanlega. Ég tel að fyllilega hafi verið kominn tími til og það er kominn tími til að sýna minningu þessa merka skálds og náttúrufræðings og því umhverfi þar sem hann fæddist og ólst upp sín barnsár tilhlýðilega virðingu og vona að þessi þingsályktunartillaga verði til þess.