146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

vextir og verðtrygging o.fl.

216. mál
[14:38]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þó að frelsið sé yndislegt og æskilegt er nauðsynlegt að gæta hér þjóðhagsvarúðar og setja frekari skilyrði, ekki síst á toppi hagsveiflunnar. Það höfum við Framsóknarmenn lagt áherslu á alla tíð, þegar þetta mál hefur verið til umfjöllunar, að takmarka lán tengd erlendum gjaldmiðlum við þá sem eru varðir slíkri áhættu. Það sama hefur Seðlabanki Íslands gert ítrekað í umsögnum sínum og að lántaki standist greiðslumat og leggi fram eignir til tryggingar líkt og minni hlutinn leggur til í breytingartillögu. Ég styð þá breytingartillögu, virðulegi forseti, og get ekki stutt þetta mál að öðrum kosti.