146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

vextir og verðtrygging o.fl.

216. mál
[14:39]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta mál er nú miklu einfaldara en hér hefur verið lýst. Það snýst ekki um fjármálastöðugleika, það snýst um einfaldar reikniaðferðir. Ég hef sett hér fram á blaði tvær reikniformúlur með nokkrum breytistærðum og þegar ég er búinn að setja þessar reikniformúlur upp eru sömu breytistærðir í báðum formúlunum. Annað hefur Hæstiréttur dæmt með einhverjum hætti óheimilt, hitt er heimilt. Það kemur fjármálastöðugleika ekkert við. Það kemur lánveitingum til efnafólks ekkert til. Það eru allar sömu kröfur gerðar til greiðslumats í frumvarpinu sem er hér til atkvæða þannig að þetta eru hreinar rangfærslur. (Forseti hringir.) Ég vona að breytingartillagan verði felld og að frumvarpið, sem eykur í rauninni jafnræði með fólki og kemur efnafólki ekkert við, verði samþykkt í þeirri mynd sem meiri hlutinn leggur til. Takk fyrir.