146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

kjararáð.

574. mál
[19:53]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Frú forseti. Bara til að fyrirbyggja allan misskilning þá er þetta ekki frumvarp Pírata um kjararáð, um að það skuli leiðrétta laun þingmanna í átt að launavísitölu. Það mál er að sjálfsögðu enn þá fast í nefnd. Þetta er frumvarp sem á að leiðrétta kjararáðsfrumvarpið sem var samþykkt um jólin, það var gert í svo miklum flýti að menn gerðu mistök eins og er svo algengt hérna og við eigum eftir að eiga fleiri svoleiðis mál í kvöld og þurfum að tala um þau.