146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða.

411. mál
[20:02]
Horfa

Jónína E. Arnardóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í tengslum við þessa breytingartillögu ætla ég að fá að tjá mig um þessar breytingar á frumvarpinu sem eru til mikilla bóta. Ég sit í sveitarstjórn og það hefur verið mjög undarlegt fyrir einkaaðila og sveitarfélög að sækja um í sjóðinn í samkeppni við opinberar stofnanir sem eru á fjárlögum. Það er mjög víða þörf á endurbótum, t.d. í okkar kjördæmi, Norðvesturkjördæmi. Það er mjög mikilvægt að við nýtum framlag sjóðsins sem best og fjármagn. Því fagna ég mjög að þetta skuli vera orðið þannig að við séum ekki lengur í samkeppni við opinberar stofnanir á fjárlögum.