146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.

272. mál
[20:10]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég ætla að mælast til þessa að þetta mál verði ekki samþykkt. Píratar voru sáttir í vinnslunni á breytingunni í fyrstu tilraun, en síðan var gildistíminn á þessu blessaða bráðabirgðaákvæði lengdur af óskiljanlegum ástæðum. Reyndar hefur það sýnt sig að bráðabirgðaákvæði geta verið svolítið lengi til bráðabirgða, heilu áratugina ef því er að skipta. En alla vega er gott að þessi ákvæði komi inn í frumvarpið. En að þetta sé ekki hugsað til reynslu á meðan raunverulegar rannsóknir fara fram heldur eigi að teygja þetta bráðabirgðaákvæði til fimm ára í stað þriggja er ástæða þess að við Píratar getum ekki sætt okkur við þetta mál.