146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

jarðgöng undir Vaðlaheiði.

524. mál
[20:42]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er augljóst að ríkið kemur til með að þurfa að yfirtaka þessa framkvæmd. Endilega klárið göngin, klárið þau bara strax. Þetta er mjög fín samgöngubót. En gerið það á heiðarlegan hátt. Hérna er verið að varpa ábyrgðinni á því að ríkissjóður taki þetta yfir yfir á næsta kjörtímabil. Það er ábyrgðarlaust af þessu þingi, að velta þessu bara yfir á næsta kjörtímabil. Gerið þetta rétt. Hér eru sniðgengin lög um Ríkisábyrgðasjóð bara til þess að við, fyrirgefið, þið, getið varpað af ykkur ábyrgðinni.