146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

jarðgöng undir Vaðlaheiði.

524. mál
[20:46]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég tel okkur ekki stætt á öðru en að greiða fyrir því að þessari framkvæmd ljúki. Þetta er gríðarlega mikil samgöngubót, aðgerð sem á eftir að nýtast öllu landinu vel, þó sérstaklega íbúum Norður- og Austurlands. Ég hvet okkur öll að styðja þetta mál.