146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

jarðgöng undir Vaðlaheiði.

524. mál
[20:46]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Ég fór á einn fund í nefndinni fyrir hv. þm. Björn Leví Gunnarsson sem er aðalmaður í nefndinni. Þar kom mjög skýrt fram að ríkið eigi ekki nema 37% af þessu öllu saman þótt það fjármagni þetta nánast allt frá upphafi til enda. Það þýðir í raun að skattgreiðendur borga og einkaaðilar fá að taka inn gróðann af þessu. Ríkið tók ábyrgðina. Það var líka nefnt í nefndinni að þetta er, samkvæmt þeim stöðlum og skilyrðum sem voru sett, ekki einkaframkvæmd, þetta er ríkisframkvæmd. Það þarf að klára þetta. En ef þetta er klárað án þess að ríkið, sem leggur til þessa auknu ábyrgð, fái ráðandi hlut, þá er áfram verið að kasta skattpeningum landsmanna í að styðja við svokallaða einkaframkvæmd þannig að einkaaðilinn tapar síður. Landsmenn borga og fá engu að ráða.