jarðgöng undir Vaðlaheiði.
Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Vilhjálmi Árnasyni fyrir að benda á vandamálið við þetta mál. Hér er verið að taka sérstaka framkvæmd fram hjá samgönguáætlun á ákveðnum forsendum sem allir vissu á þeim tíma að myndu ekki standast. Upp úr dúrnum kom að þær stóðust ekki, þær forsendur fyrir ríkisábyrgðinni. Núna erum við að endurtaka þann leik þrátt fyrir að við vitum með fullri vissu að það verður að afskrifa. Það stenst ekki lög um ríkisábyrgðir. Að sjálfsögðu koma þá aðrir landshlutar til kastanna og segja: Hey, við viljum líka, megum við fara fram hjá fjárveitingum og fram hjá samgönguáætlun o.s.frv.?
Takið ábyrgð á þessu núna í stað þess að henda þessu í hausinn á næsta þingi.