jarðgöng undir Vaðlaheiði.
Frú forseti. Eins og ég hef áður sagt í þessum ræðustól er þetta með umdeildari framkvæmdum síðari tíma; eins og Borgarfjarðarbrúin var á sínum tíma eða Hvalfjarðargöngin. Ég ætla ekkert að deila um hvernig að þessu var staðið. Við höfum mörg viðrað það hér að það hefði mátt gera betur. Það breytir því ekki að hér erum við í þessari stöðu. Framkvæmdin er á viðkvæmum tímapunkti gagnvart verktaka. Ég held að við getum ekki beðið með að taka þessa ákvörðun og legg því til að málið verði hér samþykkt.