146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

jarðgöng undir Vaðlaheiði.

524. mál
[20:52]
Horfa

Guðrún Ágústa Þórdísardóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Vaðlaheiðargöngin eru komin til að vera. Það er búið að bora þau. Það þarf að klára þau. Við sem búum á þessu svæði vitum að þetta er mikil samgöngubót sem við erum að sjálfsögðu hlynnt. Þess vegna styð ég þessi göng heils hugar. Hins vegar er ég alfarið á móti því hvernig á að fjármagna þau. Eins og hv. þm. Björn Leví Gunnarsson hefur komið inn á er ekki vel að þessu staðið og ég get ekki stutt hvernig á að klára málið þó að ég sé mjög hrifin af því að fá göngin sem fyrst í lag.