146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[21:17]
Horfa

Jóna Sólveig Elínardóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það að stíga skref í rétta átt gerir ekki lítið úr þeim skrefum sem við eigum eftir að stíga. Þetta mál hefur vakið alþjóðlega athygli og það gerir það af ástæðu. Við getum og við eigum að vera stolt af því að við erum áfram leiðandi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna á alþjóðavettvangi. Við getum og við eigum að vera stolt af því að við erum að stíga risaskref í rétta átt í baráttunni gegn kynbundnu launamisrétti. Við getum og eigum að vera stolt af því að vera brautryðjendur á sviði jafnréttismála í heiminum. Ég hvet okkur öll til að sameinast í gleðinni yfir því að við séum enn og aftur að stíga skref í rétta átt.