146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[21:23]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég ætla nú að ítreka að þetta er pínkulítið skref sem ég held að sé til bóta. Ég kem hér upp vegna orða hæstv. fjármálaráðherra sem sagði að þetta væri gleðidagur og þetta væri ánægjudagur inn í sumarið. En lofa skal dag að kveldi og mey að morgni. Það gæti nú verið að það ættu eftir að hrannast upp einhver ský á himnum hér seinna í kvöld þannig að hv. þingmaður skal fagna varlega þeim ánægjulegu atburðum sem eiga sér stað nú.