146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[21:26]
Horfa

Bjarni Halldór Janusson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Mig langaði að þakka hv. þm. Kolbeini Proppé fyrir að koma hingað og hvetja mig til að koma endilega aftur upp og ræða meira. Það sem ég átti við áðan með að loksins væri umræðan tekin þá var ég aðallega að tala um það að nú væru allir flokkar að taka virkan þátt í umræðunni og allir helstu hópar samfélagsins í þessari umræðu. Ég tel að það sé til bóta. Ég hef tekið mjög mikið eftir þessu í kringum mig að fólk er að tjá sig meira um jafnréttismál vegna þess að málið hefur komið fram. Það er alla vega mín reynsla. Mig langaði að koma þessu að og held að þetta sé mjög gott skref og umræðan sé tekin af því að kerfisbundið misrétti hefur verið til staðar svo lengi eins og við vitum. Ég fagna því þegar fólk vekur athygli á því.