146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

306. mál
[21:40]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Það hefði sjálfsagt verið rétt að fara með þessa úthlutun, greiðslur til sveitarfélaga, í annan farveg en jöfnunarsjóð. Það hafa verið deilur milli sveitarfélaga núna um nokkurra ára skeið um hvernig fara eigi að þessu. Hér er verið að setja lög sem að einhverju leyti eru afturvirk vegna úthlutunar sem átti að vera á árinu 2014 sem við erum að setja árið 2017. Það er ekki góður bragur á því. Vonandi ná sveitarfélögin saman um hvernig þetta á að vera, en það er augljóst að ríkisvaldið mun þurfa að koma að því máli með einhverjum skýrari hætti en að setja lög á sveitarfélög og láta þau sætta sig við það með því að setja lög afturvirkt. Því sitjum við Framsóknarmenn hjá í þessu máli að stærstu leyti.