146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

306. mál
[21:44]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Ég held að öllum hafi verið ljóst af hverju eða til hvers þessar greiðslur voru hugsaðar, til þess að bæta sveitarfélögum upp tekjutap sem urðu vegna úttektar á sérseignarsparnaði. Það er alveg ljóst að það eru ákveðin sveitarfélög sem bera skarðari hlut frá borði en önnur, en þau munu ekki fá það bætt til samræmis við hin vegna þess að farið var með peningana í jöfnunarsjóðinn. Ég held að öllum hafi þó verið ljóst til hvers þessar bætur áttu að renna. Ég mun því sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.