146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:05]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Meiri hluti fjárlaganefndar fordæmir og rífur í raun í sig þessa fjármálaáætlun. Meiri hlutinn mun samt líklega samþykkja hana. Þessi fjármálaáætlun, ef hún verður samþykkt, mun innsigla svik þessara flokka frá því fyrir kosningar. Hún gefur engin fyrirheit um framtíðina. Hún skilur fullt af fátækum börnum eftir. Hún kemur ekki til móts við þarfir aldraðra sem hér hafa dregið vagninn síðustu áratugi og hún mun ekki gefa ungu fólki nein fyrirheit um og svara því af hverju það ætti að eyða sínum kröftum hér og bera uppi samneysluna næstu áratugi. Það er enginn sómi að því að samþykkja þetta plagg.