146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:11]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Fjármálaáætlun stenst ekki lög um opinber fjármál. Svo mikið má ráða af orðum hv. formanns fjárlaganefndar sem og hæstv. fjármálaráðherra, sem líta á þetta plagg sem eins konar æfingu. Sér í lagi hvað varðar kröfu laga um opinber fjármál um gagnsæi, sem veldur því m.a. að ríkisstofnanir rífast um brauðmolana sem ríkisstjórnin hendir í þær í séríslenskri útgáfu af Hungurleikunum, og segja: Ja, flóttamenn mega ekki fá svona mikið. Eða: Það verður að passa að þeir fái ekki meira en við og Landhelgisgæslan má ekki fá meira en löggæslan. Það er af því að fólk hefur enga hugmynd um hvað verður um þessa peninga sem eitthvað er verið að hjala um í fjármálaáætluninni. Það er hins vegar jákvætt að fjármálaráðherra hefur lofað að fylgja lögum næst. En það breytir ekki þeirri hörmung sem þessi áætlun er. Það ætti að fella hana, frú forseti.