146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:14]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þessi fjármálaáætlun sem við göngum nú til atkvæða um gerir ekki ráð fyrir því fjármagni sem þarf til að reka samfélagið Ísland svo að sómi sé að. Þessi áætlun er því vond tíðindi, sérstaklega fyrir þá sem hafa lægri tekjur og hafa sérlega mikinn hag af því að hér sé öflugt, félagslegt heilbrigðiskerfi og öflugt félagslega rekið menntakerfi.

Þá gerir áætlunin ráð fyrir því að auknu fjármagni verði varið til hernaðarmála en algjöru metnaðarleysi þegar kemur að þróunarsamvinnu. Þetta er ótrúlega hrein og tær hægri stefna sem birtist í þessari fjármálaáætlun og henni ber að hafna.