146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:31]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um frávísunartillögu um að fjármálaáætlun 2018–2022 verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar, enda er hér um að ræða bæði vanbúna tillögu en fyrst og fremst tillögu sem hefur afar slæmt pólitískt innihald, þ.e. tillögu sem er ávísun á sveltistefnu og einkavæðingu, stefnu sem snýst um að gera ekki vel í heilbrigðismálum, ekki í menntamálum, ekki í samgöngumálum, ekki í öðrum þeim innviðum sem samfélagið þarf svo sárlega á að halda. Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði segjum já við frávísunartillögunni.