146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:32]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Eins og ég kom inn á í umræðum um atkvæðin styðjum við Framsóknarmenn það að vísa þessu máli til ríkisstjórnarinnar. Við teljum þetta vonda tillögu. Það er merkilegt að sjá hér að í meirihlutaáliti fjárlaganefndar taka stjórnarþingmenn undir allflestar eða mjög margar af þeim ábendingum sem við höfum verið með en leggja hins vegar ekki fram eina einustu breytingartillögu við þessa fjármálaáætlun vegna þess að þeir virðast ekki þora það. Það þolir ríkisstjórnarsamstarfið ekki.

Fjármálaráðherrann einn situr uppi með tillöguna um hækkun á virðisaukaskattinum. Og annað er eftir þessu. Þess vegna er ekki um neitt annað að ræða en að samþykkja þessa tillögu og að ríkisstjórnin vinni fjármálaáætlun að nýju.