146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:33]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Við Píratar mælum með því að málinu verði vísað frá. Það eru mjög mörg göt á þessari fjármálaáætlun, það eru mjög margar ábendingar um hvað og hvernig mætti gera betur. Það er ekkert mál að senda það bara aftur til ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin stoppar upp í þessi göt og kemur aftur með málið á sumarþingi svo að fjármálaáætlunin sé tilbúin fyrir haustið og fjárlögin.