146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:36]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Frú forseti. Við Vinstri græn styðjum tillögur Samfylkingarinnar, teljum þær til mikilla bóta. Eins og hefur komið fram hjá okkur í umræðum um fjármálaáætlunina er alls ekki nóg að gert. Hér erum við að tala um framlög til þróunaraðstoðar sem eru skammarlega lág. Þau voru tekin úr sambandi á síðasta kjörtímabili svo að við minnum á það. Þessi ríkisstjórn Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda því striki í staðinn fyrir að gera áætlun um það hvernig við getum náð viðmiði Sameinuðu þjóðanna.

Hér eru til peningar til að setja í hernaðarrekstur hjá NATO en það eru ekki til peningar til að setja meira í þróunaraðstoð. Við eigum að verja meira í mannúð og minna í hernað.