146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[13:31]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Frú forseti. Mér finnst það undarleg tillaga að ef ég vilji ekki fara með eitthvert vald eigi ég að sitja hjá. Af hverju? Ég vil að þetta vald sé formlegt stimplunarvald. Forseti Íslands hefur til dæmis það vald að rita undir embættisfærslur þessara dómara. Það er pjúra formlegt vald. Strangt til tekið gæti einhver villtur forseti ákveðið að taka sér það vald að fara yfir þetta mál núna. Kannski mun einhver krefjast þess að hann geri það. Kannski mun einhver borgari segja: Hér hafa ekki verið uppfylltar formkröfur og við skulum þá setjast niður og fara yfir þetta mat, líta yfir þessa lista, fara yfir afgreiðslu ráðherra og afgreiðslu þingsins. Forseti hefur þetta vald og hefur einungis formlegt vald og beitir því með þeim hætti. Ég hef þetta vald og ég lít svo á, í samræmi við álit Evrópuráðsins og Feneyjanefndarinnar, að hafi þingið þetta vald eigi það fyrst og fremst að vera formlegt. Ég ætla að greiða atkvæði eftir því.