146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[13:34]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Mönnum getur fundist þetta ekki boðlegur málflutningur. Ég sagði ekki að Alþingi væri stimpilstofnun almennt, ég sagði einfaldlega að mér þætti fara best á því að í þessu máli væri vald Alþingis fyrst og fremst formlegt og það er í anda (KÓP: … svara spurningunni.) þeirra (KÓP: Búinn að segja þetta allt.) ráðlegginga sem Evrópuráðið hefur gefið. Fyrirgefðu, mér þótti þessi stimpilstofnunarathugasemd bara svolítið vond og ég játa að nú hefur spurningin sjálf farið úr kolli mínum. Hún sneri (Gripið fram í: Tíminn.) — tíminn? (Gripið fram í.) Ég vil ekki lengja þetta, það er bara svo einfalt. Ég er ekki það bjartsýnn á að það eina sem — nú hef ég orðið, frú forseti. Það er ekkert að því, ég hef ekki trú á því að niðurstaðan mánaðarferlis í viðbót myndi skapa meiri frið, meiri ró og meiri sátt. Ég held að hún myndi skapa fleiri þingfundi eins og þennan og það gæti vel verið að niðurstaðan yrði enn einn listi og það væri bara vont. (Gripið fram í.)