146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[13:47]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að það sé almennt ekki hefð fyrir að vísa beint í orð manna á nefndarfundi þó að menn geri það með ákveðnu, tilteknu látbragði. (JÞÓ: Ég skil.) Ég held að það sé einfaldlega ekki við hæfi og ekki þessari stofnun (JÞÓ: Ráðherra?) samboðið.

Hér nefna menn huglægt/hlutlægt mat. Af einhverjum ástæðum ákveður nefndin út frá hefð að einn þáttur sé reynsla í dómarastól og gildi 20%, annar þáttur, félagsstörf, sé látinn vega 5%. Af hverju? (JÞÓ: Ráðherra vissi það.) Það er bara eitthvað sem nefndin hefur ákveðið að gera í gegnum tíðina. Það er engin sérstök lagastoð fyrir því að gera það með þeim hætti. Það eru engin vísindi, maður fær ekki einhverja töflu um bestu ráðningu dómara til að fagráðherra viti að maður ráði alltaf bestu dómarana ef maður lætur einn þátt gilda 20% og annan þátt hafa annað vægi. Svona tæki eru ágæt vegna þess að það er erfiðara að taka mjög vonda ákvörðun með þeim. Auðvitað er það hægt. Þetta eru ágætistæki, en þau koma ekki í veg fyrir að ráðherra geti beitt öðrum málefnalegum sjónarmiðum sem byggð eru á vinnu nefndarinnar. (Forseti hringir.) Ég held að ráðherra hafi gert það.