146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[14:22]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Þær umsagnir sem ég var að vísa í liggja allar fyrir á vef Alþingis, þannig að ég er ekki að vísa í einhver orð, þetta liggur bara fyrir. Meðal annars kemur fram í umsögn sem hæstaréttarlögmaður sendi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna málsins að hann hafi fengið áfall við að lesa rökstuðning ráðherrans fyrir breyttri röðun umsækjenda. Það sem mér finnst svo mikilvægt þegar við erum að skoða þessi mál er að þingmenn átti sig á að hæstv. ráðherra hefur ákvörðunarvald, en Alþingi hefur neitunarvald.