146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[16:17]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður nefndi að ef listann hefði komið fram eins og hann var upprunalega, 10:5, hefði hann hafnað þeim lista. Það hefði væntanlega þýtt að hv. þingmaður hefði tekið undir frávísunarkröfu á því þingmáli, hefði það legið þannig fyrir. Ég velti fyrir mér hvort það sé eðlilegt að áætla að þær aðstæður myndu koma upp að hv. þingmaður hefði sagt já við frávísunarkröfu á þannig lista. Eftir það er staðan náttúrlega sú að allir eru hæfir. Það er enginn ágreiningur um það. Hv. þingmaður er væntanlega sammála mér um að þegar um tvo hæfa einstaklinga er að ræða og annar er metinn hæfari en hinn þá skuli sá hæfari valinn. Ef sá sem ekki er eins hæfur er valinn verður væntanlega að útskýra af hverju það er gert, hvað gerir hann að einhverjum ástæðum hæfari en þann sem metinn var hæfari upprunalega. (Forseti hringir.) Ég velti fyrir mér hvort það eigi ekki líka (Forseti hringir.) við að mati hv. þingmanns.