146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[17:27]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Nú erum við að greiða atkvæði og við fáum tvær tilraunir um það hvernig við afgreiðum þetta mál hérna á Alþingi um skipan dómara, tillögu sem ráðherra hefur lagt fyrir. Í fyrri tillögunni eru greidd atkvæði um tillögu minni hluta allsherjar- og menntamálanefndar, minni hlutans á þingi um það að við eigum að vísa máli til ráðherra þannig að hún geti unnið það betur. Það eru allir sammála um að tvær vikurnar sem ráðherra fékk voru knappur tími. Þingið fékk tvo daga. Það er ekki faglegt. Þannig að þetta snýst annars vegar um frest til að skipa þessa dómara faglega, og við höfum tíma til 1. júlí, eða mögulegar gerræðisskipanir ráðherra sem grafa undan dómskerfi landsins. Það eru tvær tilraunir. Í fyrri tilrauninni að vísa þessu til ráðherra, vera á grænu þar, í seinni tillögunni að hafna tillögu meiri hlutans á Alþingi og ráðherra og vísa þannig málinu til ráðherra. Þá þurfa allir að vera á rauðu.