146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[17:37]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er eitt sem angrar mig í þessu máli umfram það sem hefur komið fram áður. Ef við værum núna stödd hérna 1. maí myndum við þá nota sömu rök að málið sé búið að fá næga málsmeðferð og krefjast atkvæðagreiðslu hérna? Getið þið í alvörunni sagt í fullri hreinskilni að þið mynduð ekki nýta aukamánuðinn til þess að klára málið betur? Við höfum nefnilega einn aukamánuð til þess að klára málið betur. Vinsamlegast svarið því hvort þið mynduð ekki vera í þeim sporum 1. maí að þið mynduð leyfa málinu að lifa og vinnast betur til 1. júní.