146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[17:46]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Gamla Ísland og nýja Ísland. Faglegt mat hæfnisnefndar um tíu karla og fimm konur. Sannarlega í takt við gamla Ísland. Dómsmálaráðherra leggur til sjö konur, átta karla og ég fagna því og ég furða mig á því að aðrir geri það ekki hér, stjórnarandstaðan gerir það ekki hér. (Gripið fram í.) Rétt kynjahlutföll í Landsrétti kostar okkur ekki traust. Það ávinnur okkur traust.