146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[17:48]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Fyrst hæstv. ráðherra, Björt Ólafsdóttir, talar um mikilvægi þess að það sé skipað rétt út frá kynjahlutföllum langar mig að taka fram að meðal þeirra sem ráðherrann skiptir ekki út úr fimmtán manna hópnum eru a.m.k. tveir með enga reynslu af dómarastörfum. Og meðal þeirra sem ráðherrann færir ekki upp í fimmtán manna hópinn er umsækjandi með 27 ára reynslu sem héraðsdómari. Þetta er ekki hafið yfir allan vafa. Það er það sem við erum að sækjast eftir, að þessi ákvörðun verði hafin yfir allan vafa. Þetta snýst um réttarríkið okkar. Við þurfum að verja það.