146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[17:55]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það lítur út fyrir að þessi tillaga minni hlutans verði felld. Mig langar að lesa fyrir ykkur nokkuð sem ég fann á Facebook-síðu fyrrverandi þingmanns á Alþingi, Páls Vals Björnssonar, þar sem hann vísar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins til margra áratuga segir meðal annars:

„Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“

Við höfum tækifæri enn til að sýna að við höfum prinsipp, höfum hugsjónir, að við séum ekki tækifærismenn og hér sé ekki ástunduð grímulaus valdabarátta. Við höfum enn þá tækifæri til þess. En mér sýnist á öllu að gamla Ísland vinni. Jibbí.

Þetta er ömurlegt.

(Forseti (UBK): Þingmaðurinn segir?)

Ég segi já.