146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[18:01]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér er ekki deilt um rétt ráðherra til að víkja frá áliti dómnefndarinnar, enda hljóti hún meiri hluta atkvæða Alþingis. Ráðherra þarf þó að rökstyðja ákvörðun sína sérstaklega vel en það hefur hún ekki gert. Hún þarf að sinna rannsóknarskyldu sinni og hún hefði t.d. þurft að veita þeim sem færðir voru út af lista dómnefndar andmælarétt. Það er á ábyrgð þingheims að standa vörð um virðingu þess og sýna dómstólnum nýja tilhlýðilega virðingu líka. Samfylkingin getur ekki sætt sig við þessi vinnubrögð og við munum segja nei.