146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[18:11]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði um skipun 15 dómara við nýtt dómstig, Landsrétt. Sú skipun sem dómsmálaráðherra leggur hér fram er sveipuð tortryggni og vantrausti. Því að hún sjálf, hæstv. ráðherra, og enginn annar ákvað án fullnægjandi raka að ýta hæfu fólki út af lista dómnefndarinnar, án þess að geta gefið okkur þingmönnum nægjanlega faglegar skýringar. Það er sannarlega ekki í anda þess málatilbúnaðar sem lagt var upp með í upphafi undirbúnings við stofnun Landsréttar. Ég mun því leggjast gegn málinu og tillögunni í heild og segi nei.